lock search attention facebook home linkedin twittter

Sölu­stjóri

Ver ehf. óskar eftir að ráða sölustjóra til starfa.

Um nýtt starf er að ræða hjá fyrirtækinu sem gefur viðkomandi mikið tækifæri til mótunar og uppbyggingar.

Lykilábyrgð sölustjóra er að kynna og selja Ecoraster jarðvegsgrindur og fylgihluti – sjá frekari upplýsingar á www.ecoraster.is

Gerð er krafa um að viðkomandi geti unnið sjálfstætt og eigi gott með að koma fram og kynna sem og búi yfir góðum samskiptahæfileikum.

Starfssvið

 • Uppbygging markaðar fyrir umhverfisvæna vöru.
 • Sölustjórnun og ráðgjöf til viðskiptavina og hönnuða.
 • Heimsóknir til viðskiptavina og samskipti við tænkimenntaða.
 • Samninga- og tilboðsgerð til viðskiptavina.
 • Önnur verkefni er snúa að viðkomandi starfsemi.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun/þekking/áhugi á sviði garðyrkjufræði, landslagsarkitektúr eða jarðvegsvinnu æskileg.
 • Söluhæfileikar og áhugi á sölu skilyrði.
 • Tækniþekking eða skilningur mikil kostur.
 • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði sem og þekking á Excel.
 • Færni í íslensku og ensku með getu til tjáningar í ræðu og riti skilyrði. Kunnátta í Norðurlandatungumálum kostur.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg.
 • Sjálfstæði, sveigjanleiki og þjónustulund í starfi.

VER ehf er innflutningsfyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við sjávarútveginn. Fyritækið var stofnað árið 1982 á Akranesi og hefur verið rekið þar síðan.

Hefur markmið félagsins verið að bjóða upp á fyrsta flokks vörur fyrir sjávarútveginn og stuðla að innleiðingu nýjunga sem auka öryggi og hag viðskiptavina félagsins.