lock search attention facebook home linkedin twittter

Rekstr­ar­stjóri úrskurða­nefndar umhverfis- og auðlinda­mála

Nefndin er að leita að kraftmiklum og skapandi rekstrarstjóra sem mun sinna verkefnum tengdum fjármálum, mannauðsmálum, upplýsingamálum auk annarra rekstrartengdra verkefna.

Um er að ræða nýja stöðu með fjölbreyttu ábyrgðarsviði. Er staðan ekki síst til komin vegna þeirra skyldna sem lög nr. 123/2015 um opinber fjármál leggja opinberum stofnunum á herðar.

Um hlutastarf er að ræða og er það samkomulagsatriði hvernig það verður útfært. Áætlað er að um 50% starf verði að ræða. Hafi viðkomandi lögfræðimenntun getur starfshlutfall orðið allt að 100%.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.

Almennar upplýsingar um starfsemi nefndarinnar má finna á heimasíðu hennar: www.uua.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfssvið

 • Gerð rekstraráætlunar og þriggja ára stefnumótun ríkisaðila og eftirfylgni þeirra
 • Yfirumsjón með innkaupum
 • Umsjón með ráðningum og skipulagi þeirra
 • Stefnumótun á sviði mannauðsmála
 • Umsjón með launa- og kjaramálum, þ.m.t. uppfærsla stofnanasamninga
 • Rafrænar lausnir í störfum nefndarinnar
 • Yfirumsjón með viðhaldi og uppfærslum á vef nefndarinnar
 • Framsetning talna og úrvinnsla upplýsinga um starfsemi nefndarinnar
 • Skjalavistun og skjalastjórnun
 • Rekstrarstjóra kann að vera falin verkefni persónuverndarfulltrúa

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Reynsla af rekstri, áætlanagerð og mannauðsmálum
 • Færni í úrvinnslu tölfræðilegra gagna
 • Færni í Excel og gott vald á upplýsingatækni
 • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Mjög gott vald á íslensku og færni í miðlun og framsetningu upplýsinga
 • Frumkvæði, sveigjanleiki, drifkraftur og jákvæðni
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála starfar á grundvelli laga nr. 130/2011. Úrskurðar nefndin í málum sem til hennar eru kærð á grundvelli fjölda laga á sviði umhverfis- og auðlindaréttar. Stærstu málaflokkar nefndarinnar varða skipulags- og byggingarmál, hollustuhætti og mengunarvarnir, sem og mat á umhverfisáhrifum.

Um er að ræða metnaðarfullan vinnustað með öflugt teymi starfsmanna sem vinnur hörðum höndum að því að stytta málsmeðferðartíma kærumála með fagmennsku í fyrirrúmi. Hjá úrskurðarnefndinni starfa að jafnaði um 7-10 manns og hefur nefndin hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarstofnun ársins í þrígang á nýliðnum árum.

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.