lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri

UNICEF á Íslandi leitar að nýjum framkvæmdastjóra.

Framkvæmdastjóri er talsmaður félagsins og tengiliður við opinbera aðila, fyrirtæki og breiðan hóp samstarfaðila. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf eigi síðar en 4. maí n.k.

Starfssvið

 • Ábyrgð á stjórnun og rekstri félagsins.
 • Ábyrgð og umsjón með fjáröflun félagsins.
 • Ábyrgð og umsjón með fjármálum og starfsmannamálum.
 • Framkvæmd ákvarðana stjórnar og UNICEF alþjóðlega.
 • Umsjón tengsla við UNICEF alþjóðlega.
 • Þátttaka í alþjóðlegu starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Farsæl stjórnunarreynsla.
 • Skýr sýn á viðhaldi og uppbyggingu fjáröflunar og hæfni til að leiða öfluga kynningu á verkefnum UNICEF.
 • Góð þekking á helstu málefnum sem starf UNICEF byggir á.
 • Reynsla af mannúðarstarfi og alþjóðlegu samstarfi kostur.
 • Góð tungumálakunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagshæfni.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Fyrirtækið / stofnunin

UNICEF á Íslandi er íslensk landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna. Sjá nánar um starfsemina á www.unicef.is.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.