lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur á sviði umhverf­is­mála

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing á skrifstofu umhverfis og skipulags með áherslu á hringræna hagkerfið, grænan lífstíl, minni neyslu og úrgangsforvarnir.

Leitað er að sérfræðingi sem er tilbúinn til að takast á við krefjandi og áhugaverð verkefni.

Um er að ræða fjölbreytt starf í lifandi umhverfi sem er í stöðugri þróun.

Starfssvið

 • Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð á málefnasviði skrifstofunnar og framfylgd þeirra.
 • Afgreiðsla stjórnsýsluerinda og ráðgjöf.
 • Þátttaka í vinnslu stjórnvaldsfyrirmæla og lagafrumvarpa.
 • Samskipti við stjórnvöld, hagsmunaaðila og Alþingi.
 • Alþjóðlegt samstarf.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistarapróf eða sambærilegt háskólapróf, sem nýtist í starfi.
 • Þekking á málefnasviðinu er kostur.
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi.
 • Góð samskiptahæfni.
 • Færni í mótun stefnu, lausna og hugmynda.
 • Mjög gott vald á ritaðri og talaðri íslensku.
 • Mjög góð kunnátta í ensku og góð kunnátta í einu Norðurlandamáli.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fer m.a. með loftslagsmál, málefni hafsins, mengunarvarnir og hollustu, náttúruvernd, veiðistjórnun, skógrækt og landgræðslu, skipulag og landmælingar og sjálfbæra þróun. Í ráðuneytinu starfa um fjörutíu starfsmenn og er verkefnum ráðuneytisins skipað á fjórar skrifstofur.