lock search attention facebook home linkedin twittter

Lofts­lagsráð – Verk­efna­stjóri

Starf verkefnastjóra loftslagsráðs er laust til umsóknar.

Um fullt starf er að ræða. Leitað er að einstaklingi með góða samskiptahæfni sem er tilbúinn til að takast á við krefjandi og áhugaverð verkefni. Hlutverk loftslagsráðs er að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum.

Upphaf ráðningar er samkomulag en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Starfssvið

 • Undirbúningur fjárhags- og starfsáætlana og funda loftslagsráðs.
 • Umsjón með framvindu og skilum á aðkeyptri sérfræðiþjónustu, birtingu álita og efnis sem unnið er á ábyrgð ráðsins.
 • Umsjón með framkvæmd samskiptastefnu, ábyrgð á vefsvæði og samfélagsmiðlum og annarri opinberri kynningu á starfi og áherslum ráðsins.
 • Samstarf við hagaðila á sviði loftslagsmála, loftslagsráð í öðrum löndum, erlenda samstarfsaðila, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og aðra aðila innan Stjórnarráðsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistaragráða eða sambærileg háskólagráða sem nýtist í starfi.
 • Þekking og/eða reynsla á sviði loftslagsmála.
 • Þekking eða reynsla á opinberri stjórnsýslu er æskileg.
 • Reynsla af fjölmiðlun er kostur.
 • Góð almenn tölvuþekking og þekking á samfélagsmiðlum sem og upplýsingamiðlun.
 • Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku.

Fyrirtækið / stofnunin

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fer m.a. með loftslagsmál, málefni hafsins, mengunarvarnir og hollustu, náttúruvernd, veiðistjórnun, skógrækt og landgræðslu, skipulag og landmælingar og sjálfbæra þróun. Í ráðuneytinu starfa um fjörutíu starfsmenn og er verkefnum ráðuneytisins skipað á fjórar skrifstofur.

 

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.