lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­maður í þjón­ustu- og innkaupa­deild

Þorbjörn hf. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og framsækinn einstakling í starf í þjónustu- og innkaupadeild.

Ferli lokið

Í starfinu felst umsjón með viðhaldi og viðhaldskostnaði deilda hjá Þorbirni hf. í Grindavík.

Starfssvið

 • Skipulagning viðhalds og þjónustu skipa og landvinnslu í samstarfi við yfirmann deildar
 • Forgangsröðun verkefna, samþykktir og framkvæmd verkpantana
 • Utanumhald á viðhaldskostnaði og eftirlit með þjónustuaðilum
 • Tæknilegur stuðningur við iðnaðarmenn og vélstjóra
 • Innleiðing og utanumhald á miðlægri þjónustu- og innkaupakerfi
 • Samþykktir og yfirferð á þjónustu- og innkaupareikningum
 • Viðvera við móttöku og brottfarir skipa, í slippum og inniverum skipa

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Vélstjórnarmenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi æskileg
 • Reynsla af rekstri viðhalds og/eða þjónustu
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Vilji til að læra og þróast í starfi
 • Jákvæðni og hæfni til að vinna í teymi
 • Geta til að skipuleggja og leiða verkefni

Fyrirtækið / stofnunin

Þorbjörn hf. hefur rekið fiskvinnslu í Grindavík frá stofnun og einnig í Vogunum frá árinu 2000. Fyrirtækið hefur gert út netbáta, línubáta, loðnubáta og togara og verið með frystitogararekstur frá árinu 1990. Í dag gerir Þorbjörn hf. út sex skip og starfrækir þrjá landvinnslur.

Frekari upplýsingar má finna hér: www.thorfish.is

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.