lock search attention facebook home linkedin twittter

Skipu­lags­full­trúi

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða skipulagsfulltrúa til starfa.

Ferli lokið

Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa nýtt starf á traustum grunni. Helstu verkefni eru samkvæmt skipulagslögum og samþykktum sveitarfélagsins hverju sinni á sviði skipulagsmála, samgöngu- og umhverfismála.

Starfssvið

 • Yfirumsjón með skipulagsmálum í sveitarfélaginu.
 • Ábyrgð á að framfylgja stefnu sveitarfélagsins í málaflokkum sem undir hann heyra.
 • Framkvæmd skipulagsmála og ráðgjöf við m.a. íbúa, kjörna fulltrúa, hönnuði og verktaka um skipulagsmál.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar.
 • Undirbúningur og eftirfylgni funda nefnda sveitarfélagsins varðandi skipulagsmál.
 • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði skipulagsmála.
 • Önnur verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun á sviði byggingarmála skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Þekking og reynsla á þeim málaflokkum sem falla undir sviðið skilyrði.
 • Þekking og reynsla af stjórnun og áætlanagerð æskileg.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg.
 • Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs og samskiptahæfileikar.
 • Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.

Fyrirtækið / stofnunin

Sveitarfélagið Skagafjörður er sveitarfélag á Norðurlandi vestra. Sveitarfélagið varð til 6. júní 1998 við sameiningu 11 sveitarfélaga í Skagafirði.

Í Skagafjirði búa um 4200 manns í fjölskylduvænu og lifandi samfélagi. Þjónusta við íbúa er öflug og í sveitarfélaginu eru góðir skólar á öllum skólastigum, allt frá leikskólum upp í háskóla. Íþrótta- og félagsstarf er blómlegt og allar aðstæður til hvers konar íþróttaiðkunar og útiveru. Atvinnulífið í Skagafirði er kröftugt og fjölbreytt þar sem matvælavinnsla af ýmsu tagi skipar stóran sess í tengslum við fjölbreyttan landbúnað og öfluga fiskvinnslu, auk iðnaðar, ferðaþjónustu og annarar þjónustu á vegum fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Menningarlíf er blómlegt í héraðinu og sagan við hvert fótmál.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.