lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­maður á rétt­inda­sviði

Stapi lífeyrissjóður óskar eftir að ráða starfsmann á réttindasviði á skrifstofu sjóðsins í Neskaupstað.

Ferli lokið

Starfið heyrir undir forstöðumann réttindasviðs.

Starfssvið

 • Símsvörun.
 • Upplýsingagjöf til sjóðfélaga varðandi réttindi og sjóðfélagalán.
 • Almenn þjónusta við sjóðfélaga, skráning upplýsinga og úrskurðir lífeyris.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun kostur.
 • Nákvæm og öguð vinnubrögð.
 • Jákvætt viðmót og hæfni í samskiptum.
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 • Frumkvæði og metnaður.

Fyrirtækið / stofnunin

Stapi lífeyrissjóður varð til með sameiningu Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands árið 2007. Starfssvæði sjóðsins nær frá Hrútafirði í vestri að Skeiðarársandi í austri. Sjóðurinn nær þannig til allra byggðakjarna á Norður- og Austurlandi. Eignir Stapa nema ríflega 250 milljörðum króna. Virkir sjóðfélagar eru um 15 þúsund og lífeyrisþegar rúmlega 10 þúsund talsins. Á skrifstofum Stapa á Akureyri starfa 18 starfsmenn og í Neskaupstað starfar einn starfsmaður.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.