lock search attention facebook home linkedin twittter

Grein­andi í eigna­stýr­ingu

Stapi lífeyrissjóður óskar eftir að ráða greinanda í eignastýringardeild sjóðsins.

Leitað er að talnaglöggum og ábyrgum einstaklingi með áhuga á verðbréfamarkaði.

Starfssvið

 • Greining á fjárfestingaumhverfi og -kostum
 • Samskipti við aðila á fjármálamarkaði
 • Skýrslugerð og almenn upplýsingagjöf
 • Frágangur viðskipta og umsjón safna

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun á sviði viðskipta-, hag- eða verkfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi – framhaldsmenntun og próf í verðbréfaviðskiptum er kostur
 • Sjálfstæði, greiningarhæfni og skipulögð vinnubrögð
 • Hæfileiki til að setja efni fram á skýran hátt
 • Reynsla af miðlum upplýsinga í töluðu og rituðu máli

Stapi lífeyrissjóður varð til með sameiningu Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands árið 2007. Starfssvæði sjóðsins nær frá Hrútafirði í vestri að Skeiðarársandi í austri. Sjóðurinn nær þannig til allra byggðakjarna á Norður- og Austurlandi. Eignir Stapa nema ríflega 220 milljörðum króna. Virkir sjóðfélagar eru um 14 þúsund og lífeyrisþegar rúmlega 9 þúsund talsins. Á skrifstofum Stapa á Akureyri og Neskaupsstað starfa 18 starfsmenn.