lock search attention facebook home linkedin twittter

Stöðv­ar­stjóri móttöku- og flokk­un­ar­stöðvar

SORPA bs. óskar að ráða öflugan einstakling í starf stöðvarstjóra móttöku- og flokkunarstöðvar fyrirtækisins í Gufunesi.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á endurvinnslu, endurnýtingu úrgangs og öðrum umhverfismálum. Stöðvarstjóri er hluti af yfirstjórn fyrirtækisins.

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Starfssvið

 • Dagleg stjórnun og rekstur.
 • Starfsmannamál.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni.
 • Yfirumsjón með samningum við verktaka og framfylgni þeirra.
 • Ábyrgð á viðhaldsáætlunum og virkni tækja.
 • Ábyrgð á að starfsemi fylgi lögum og reglum.
 • Skipulagning innkaupa, rýni og samþykkt reikninga.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Iðnmenntun og/eða iðnfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi. Framhaldsnám í stjórnun kostur.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri.
 • Reynsla af áætlanagerð og kostnaðareftirliti.
 • Þekking á vélbúnaði er kostur.
 • Þekking og reynsla af gæðakerfum æskileg.
 • Jákvætt viðmót og hæfni í samskiptum.
 • Skipulagshæfni og ögun í vinnubrögðum.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. Kunnátta á einu Norðurlandamáli er æskileg.
 • Góð almenn tölvukunnátta.

SORPA bs. er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og rekur í dag 10 starfsstöðvar. Öll starfsemi SORPU hefur hlotið gæðavottun samkvæmt ISO 9001, umhverfisvottun samkvæmt ISO 14001 og jafnlaunavottun skv. ÍST 85. Nánari upplýsingar um SORPU eru á www.sorpa.is.