lock search attention facebook home linkedin twittter

Afstemm­ingar bókhalds­sviðs

SL lífeyrissjóður óskar eftir að ráða til sín öflugan starfsmann í afstemmingar. Æskilegt er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Afstemmingar á innlent og erlent eignasafn samtryggingardeildar SL.
 • Afstemmingar á eignum séreignarleiða sjóðsins.
 • Daglegt eftirlit með færslum og viðskiptum séreignar.
 • Skýrsluskil til Fjármálaeftirlitsins í samstarfi við áhættustjóra.
 • Eftirlit með heimildum séreignarleiða.
 • Afstemming iðgjalda til beggja deilda sjóðsins.
 • Þátttaka og afleysing á störfum sviðsstjóra eftir atvikum t.a.m. við keyrslu og lokun bókhaldsuppgjörs.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf og/eða reynsla úr fjármálageiranum.
 • Reynsla af bókhaldi og afstemmingum.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Metnaður og frumkvæði.
 • Samviskusemi, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslensku og enskukunnátta.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2019

SL lífeyrissjóður er lífeyrissjóður ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum sem eiga ekki sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. Hann er sjálfstæður lífeyrissjóður sem ekki starfar í tengslum við stéttarfélag.