lock search attention facebook home linkedin twittter

Móttaka

Sjúkraþjálfun Íslands óskar eftir að ráða brosmildan einstakling í móttökustarf.

Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf ekki seinna en 1.desember 2018.

Starfssvið

 • Móttaka viðskiptavina.
 • Almenn símavarsla.
 • Umsjón með þvotti.
 • Dagleg umsjón kaffistofu.
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla af sambærilegu starfi æskilegt.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku, talað og ritað mál.
 • Miklir skipulagshæfileikar og góð yfirsýn.
 • Þjónustulund og jákvætt viðmót.
 • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Sjúkraþjálfun Íslands var stofnuð 1996.   Á stofunni starfa nú um 27 sjúkraþjálfarar sem sinna allri hefðbundinni sjúkraþjálfun en hafa þó sérhæft sig í stoðkerfisvandamálum, íþróttameiðslum, sogæðameðferð og endurhæfingu eftir hnjá- og axlaraðgerðir.
Áhersla er lögð á faglega þjónustu á sviði endurhæfingar og þjálfunar ásamt samvinnu milli fyrirtækja innan Orkuhússins með hagsmuni viðskiptavina í huga.