lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri Sinfón­íu­hljóm­sveitar Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa.

Ráðið er í starfið til fjögurra ára frá og með 1. apríl 2019. Framkvæmdastjóri er talsmaður hljómsveitarinnar innanlands sem utan.

Starfssvið

 • Dagleg starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og ábyrgð gagnvart stjórn.
 • Fjármálarekstur hljómsveitarinnar.
 • Starfsmannamál.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni áætlana.
 • Stefnumótunarvinna og mótun framtíðarsýnar hljómsveitarinnar.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Haldgóð reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri skilyrði.
 • Þekking og áhugi á tónlist er nauðsynleg og reynsla af starfi á sviði menningar og lista er mikill kostur.
 • Góð kunnátta í íslensku- og ensku bæði í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfileikar sem og frumkvæði og metnaður í starfi.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samningatækni.

Sinfóníuhljómsveit Íslands er ein stærsta menningarstofnun landsins með um 100 manna starfslið. Stjórn ræður framkvæmdastjóra til fjögurra ára í senn samkvæmt lögum um Sinfóníuhljómsveit Íslands no. 36/1982.

Hljómsveitin heldur úti fjölbreytilegri tónleikadagskrá, hljóðritar til innlendrar og erlendrar útgáfu, fer í tónleikaferðir innanlands og utan, auk þess sem hún stendur fyrir viðamiklu fræðslustarfi fyrir börn og fullorðna. Aðsetur Sinfóníuhljómsveitarinnar er í tónlistarhúsinu Hörpu.