lock search attention facebook home linkedin twittter

Fjár­mála­stjóri

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fjármálastjóra til starfa í öflugu framkvæmda- og skrifstofuteymi hljómsveitarinnar.

Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og góðum samskiptaeiginleikum.

Starfssvið

 • Dagleg stjórnun fjármála.
 • Reikningshald og uppgjör.
 • Áætlanagerð og kostnaðareftirlit.
 • Umsjón með launkeyrslu, afgreiðslu reikninga og vörslu sérsjóða.
 • Aðstoð við samningagerð og önnur fjármálatengd verkefni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði fjármála eða viðskipta sem nýtist í starfi.
 • Þekking, reynsla og færni í stjórnun fjármála.
 • Reynsla og þekking á fjárhags- og mannauðskerfum. Kostur að þekkja til kerfa Fjársýslu ríkisins.
 • Góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun.
 • Sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Sinfóníuhljómsveit Íslands er ein stærsta menningarstofnun landsins með um 100 manna starfslið.

Hljómsveitin heldur úti fjölbreytilegri tónleikadagskrá, hljóðritar til innlendrar og erlendrar útgáfu, fer í tónleikaferðir innanlands og utan, auk þess sem hún stendur fyrir metnaðarfullu fræðslustarfi fyrir börn og fullorðna. Aðsetur Sinfóníuhljómsveitarinnar er í tónlistarhúsinu Hörpu.
www.sinfonia.is