lock search attention facebook home linkedin twittter

Afleysing fyrir fagstjóra Sarps

Leitað að afleysingu fyrir fagstjóra Sarps á tímabilinu apríl 2019 - 15. maí 2020.

Um 100% starf er að ræða.

Starfssvið

 • Dagleg umsjón og rekstur Sarps og sarpur.is (kerfi)
 • Notendaþjónusta við söfn
 • Leiðsögn vegna notkunar kerfa
 • Samskipti við þjónustuaðila vegna viðhalds og viðbóta við kerfi
 • Samvinna við söfn og tengda aðila

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Mikill kostur er ef umsækjandi hefur þekkingu eða reynslu af:
 • Menntun eða reynsla tengd skráningarkerfum og upplýsingatækni
 • Safnastarfi og skráningarmálum safna
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, nákvæmni og öguð vinnubrögð
 • Grunnþáttum verkefnastjórnunar
 • Færni til að vinna í hópi, þjónustulund og samskiptahæfni
 • Helstu þáttum hugbúnaðarþróunar, allt frá gerð kröfulýsingar til prófunar
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta

Landskerfi bókasafna hf. er hlutafélag í eigu ríkis og sveitarfélaga. Tilgangur félagsins er að reka upplýsinga- og skráningarkerfi fyrir bókasöfn og eftir atvikum önnur söfn á Íslandi og veita þeim tengda sérfræðiþjónustu. Félagið rekur bókasafnakerfið Gegni, safnagáttina Leitir, Rafbókasafnið og menningarsögulega gagnasafnið Sarpur.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins landskerfi.is

Sarpur er skráningar- og umsýslukerfi fyrir menningarsöguleg söfn og sarpur.is er andlit Sarps út á við.