lock search attention facebook home linkedin twittter

Öflugur uppgjörs­aðili

Við leitum að öflugum einstaklingi til að vinna við reikningshald og uppgjör hjá traustu fyrirtæki.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði reikningshalds og uppgjöra. Starfið er á Akureyri.

Starfssvið

 • Ársuppgjör og skattframtalsgerð
 • Ýmis ráðgjöf á sviði reikningsahalds og fjármála
 • Samantekt gagna og skýrslugerð
 • Önnur tilfallandi verkefni á sviði reikningshalds og endurskoðunar

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði
 • Reynsla af greiningarvinnu og góð greiningarhæfni
 • Þekking og reynsla af notkun upplýsingakerfa
 • Mjög góð þekking og reynsla af notkun Excel
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Mikil þjónustulund
 • Frumkvæði og metnaður

Samvirkni ehf. er þekkingar- og þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni, endurskoðunar og fjármálaráðgjafar. Samvirkni ehf. ásamt tengdum félögum býður fyrirtækjum upp á alhliða fjármálaráðgjöf, bókhalds- og endurskoðunarþjónustu, skattaráðgjöf, kerfisleigu og hýsingu á upplýsingakerfinu Stólpa ásamt uppsetningu og innleiðingu þess kerfis. Þá býður fyrirtækið upp á vefafritun, hugbúnaðarþjónustu, sértækar lausnir á sviði upplýsingatækni, ráðgjöf og kennslu.