lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf framkvæmdastjóra.

Ferli lokið

Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Starfsstöðvar félagsins verða á fjórum stöðum: Húsavík, Akureyri, Tröllaskaga og Norður Þingeyjarsýslum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðið er í starfið til fimm ára.

Starfssvið

 • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun samtakanna.
 • Skipulagning og verkefnastýring.
 • Stefnumótunarvinna.
 • Samskipti og samstarf við hagaðila (atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög, opinberar stofnanir og aðra hagaðila).
 • Önnur verkefni í samráði við stjórn.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Forystu- og leiðtogahæfileikar.
 • Reynsla af rekstri og stjórnun skilyrði.
 • Reynsla af mótun stefnu og innleiðingu hennar æskileg.
 • Þekking og reynsla af atvinnu-, menningar- og byggðamálum kostur.
 • Góð þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg.
 • Frumkvæði, hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna sjálfstætt og í hóp.
 • Gott vald á tjáningu í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði.

Fyrirtækið / stofnunin

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra eru landshlutasamtök sveitarfélaga á svæðinu frá Fjallabyggð að vestan að Langanesbyggð að austan, að báðum sveitarfélögum meðtöldum. Markmið með starfsemi félagsins er að efla Norðurland eystra sem eftirsótt svæði til búsetu og atvinnu. Félagið skal vera sterkur bakhjarl aðildarsveitarfélaga í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að góðu mannlífi, lifandi menningarlífi og öflugri atvinnustarfsemi á starfssvæðinu.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.