lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri

Samiðn leitar að öflugum og reyndum leiðtoga til að sinna starfi framkvæmdastjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á samskiptafærni og frumkvæði.

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn Samiðnar og starfar náið með formanni. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að starfsemi og rekstri sambandsins í samræmi við lög þess.
Nýs framkvæmdastjóra bíða áhugaverð og ögrandi verkefni við að efla starf Samiðnar, stuðla að innleiðingu ákvæða nýrra kjarasamninga auk annarra verkefna.

Starfssvið

 • Ber ábyrgð á rekstri og starfsemi sambandsins gagnvart stjórn.
 • Fylgir eftir ákvörðunum stjórnar.
 • Sinnir samskiptum og samstarfi við aðildarfélög og samstarfsaðila innan lands sem utan.
 • Situr í ýmsum nefndum og ráðum fyrir hönd Samiðnar.
 • Samskipti við aðra aðila vinnumarkaðarins.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun, iðnmenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking á eða reynsla af vinnumarkaðsmálum.
 • Þekking á starfsemi félagasamtaka er kostur.
 • Lipurð og afburðahæfni í mannlegum samskiptum.
 • Leiðtogahæfni og geta til að vinna í hópi.
 • Frumkvæði og metnaður.
 • Góð tölvukunnátta og hæfni í Excel.
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti nauðsynleg.
 • Góð enskukunnátta og þekking á einu Norðurlandamáli er kostur.

Samiðn – samband iðnfélaga, er landssamband stéttarfélaga í iðngreinum. Aðildarfélög Samiðnar eru 12 talsins vítt og breytt um landið með um 7000 félagsmenn.  Aðild að sambandinu eiga starfsfólk í bílgreinum, hársnyrtigreinum, málmtæknigreinum, byggingagreinum, snyrtifræði, tækniteiknun, garðyrkju og skipasmíðum. Hlutverk Samiðnar er m.a. að þjónusta aðildarfélög innan sambandsins og gæta hagsmuna þeirra og félagsmanna.