lock search attention facebook home linkedin twittter

Leið­togi gæða­stjórn­unar og LEAN

Rio Tinto á Íslandi auglýsir eftir kraftmiklum einstaklingi í starf leiðtoga gæðastjórnunar og LEAN en starfið heyrir beint undir framkvæmdastjóra.

Ferli lokið

Leitað er að einstaklingi með reynslu af gæðastjórnun sem er gæddur góðum samskiptahæfileikum. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf hjá alþjóðafyrirtæki.

Starfssvið

 • Notkun framsækinna aðferða í gæðastjórnun við rekstur fyrirtækisins.
 • Þróun á samþættu stjórnkerfi byggðu á ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001.
 • Ábyrgð á gæðakerfum fyrirtækisins og gæðahandbók.
 • Ábyrgð og umsjón með straumlínustjórnun (LEAN).
 • Umsjón og stjórnun innri og ytri úttekta.
 • Stýring og eftirfylgni stöðugra umbóta.
 • Úrvinnsla gagna og skýrslugerð.
 • Virk þátttaka í árangursstjórnun og stefnumótun fyrirtækisins.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun, t.d. á sviði viðskiptafræði eða verkfræði.
 • Reynsla af gæðastjórnun og almennri stjórnun nauðsynleg.
 • Þekking og reynsla af straumlínustjórnun (LEAN) æskileg.
 • Reynsla af verkefnastjórnun og umbótastarfi.
 • Þekking á gæðakerfum og stöðluðu verklagi.
 • Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni.
 • Faglegur metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni.
 • Góðir samskiptahæfileikar nauðsynlegir.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Rio Tinto á Íslandi rekur álverið ISAL í Straumsvík sem fagnar 50 ára afmæli ár. Við erum fjölbreyttur vinnustaður og starfsfólk okkar erum 400. Framtíð okkar byggir á framúrskarandi starfsfólki.

Við kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis, heilbrigðis og umhverfismálum og leggjum einnig mikla áherslu á starfsmenntamál og jafnrétti á vinnustað.

Gildi okkar eru ÖRYGGI, HEILINDI, VIRÐING, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.