lock search attention facebook home linkedin twittter

Launa- og mannauðs­full­trúi

Rio Tinto á Íslandi auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum störfum á sviði launa- og mannauðsmála.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að öðlast viðtæka reynslu á ýmsum sviðum mannauðsstjórnunar hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki.

Starfssvið

 • Undirbúningur fyrir launakeyrslu, launavinnsla og eftirvinnsla launakeyrslu.
 • Upplýsingagjöf og þjónustu við starfsmenn og stjórnendur varðandi launa- og réttindamál.
 • Ráðningar og móttaka nýliða.
 • Launagreiningar, tölfræði og skýrslugerð.
 • Önnur verkefni á mannauðssviði.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi t.d. í viðskiptafræði og/eða mannauðsstjórnun.
 • Þekking á kjarasamningum og vinnurétti.
 • Þekking á launavinnslu.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfni.
 • Lausnamiðuð hugsun.
 • Sjálfstæði og frumkvæði.
 • Góð tölvukunnátta.

Rio Tinto á Íslandi rekur álverið ISAL í Straumsvík sem fagnar 50 ára afmæli í ár. Við erum fjölbreyttur vinnustaður og starfsfólk okkar erum 400. Framtíð okkar byggir á framúrskarandi starfsfólki.

Við kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis, heilbrigðis og umhverfismálum og leggjum einnig mikla áherslu á starfsmenntamál og jafnrétti á vinnustað.

Gildi okkar eru ÖRYGGI, HEILINDI, VIRÐING, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.