lock search attention facebook home linkedin twittter

Verk­efna­stjóri gæða og skjala­vörslu

Ríkiseignir óska eftir að ráða verkefnastjóra á sviði gæða og skjalavörslu.

Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Verkefnastjóri hefur yfirumsjón með innleiðingu, þróun og rekstri gæðakerfis ásamt skjalavörslu.

Starfssvið

 • Gerð og uppfærsla gæða- og starfsmannahandbóka.
 • Kynning á gæðakerfi og þjálfun við innleiðingu.
 • Úttekt á virkni gæðakerfis og notkun þess.
 • Uppbygging skjalastjórnunarkerfis og innleiðing.
 • Umsjón með móttöku, söfnun, skráningu, varðveislu og miðlun skjala.
 • Önnur verkefni er lúta að öruggri umhirðu gagna, s.s. persónuverndarmál.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla og þekking á gæðastjórnun.
 • Reynsla af skjalastjórnun og rafrænum skjalvörslukerfum.
 • Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum.
 • Nákvæmni í vinnubrögðum.
 • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
 • Góð almenn tölvukunnátta.

Ríkiseignir hafa umsjón með fasteignum, jörðum og auðlindum í eigu ríkisins í umboði fjármálaráðuneytis. Hlutverk Ríkiseigna er að tryggja örugga og hagkvæma umsýslu þessara eigna. Umsýsla fasteigna felst einkum í útleigu húsnæðis til stofnana ríkisins, viðhaldi fasteigna og daglegum rekstri þeirra. Umsýsla jarðeigna felst aðallega í útleigu og ábúð á ríkisjörðum, umsjón með leigusamningum og samskiptum við leigutaka og ábúendur. Að auki annast Ríkiseignir umsýslu og skráningu auðlinda í eigu ríkisins.