lock search attention facebook home linkedin twittter

Skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu sviðs­stjóra

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar leitar að jákvæðum, framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum, lausnamiðaðri hugsun, sveigjanleika og drifkrafti til að sinna starfi skrifstofustjóra.

Skrifstofan þjónar fagskrifstofum sviðsins og yfirstjórn, meðal annars varðandi ýmsa samningagerð og lögfræðileg úrlausnarefni. Hún ber einnig ábyrgð á almennum samskiptum við borgarana vegna mála sem heyra undir sviðið.

Skrifstofustjóri er hluti af yfirstjórn umhverfis- og skipulagssviðs, er staðgengill sviðsstjóra sem er jafnframt næsti yfirmaður.

Um ráðningarskilmála fer samkvæmt reglum um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og laun og starfskjör eru ákvörðuð af kjaranefnd Reykjavíkurborgar.

Starfssvið

 • Fyrirsvar fyrir umhverfis- og skipulagssvið varðandi lögfræðileg málefni.
 • Lögfræðileg ráðgjöf, álitsgerðir og umsagnir til umhverfis- og skipulagssviðs, fagráða sviðsins, borgarráðs, borgarstjóra og borgarlögmanns.
 • Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsmannastjórnun á skrifstofu sviðstjóra.
 • Fyrirsvar og samskipti við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
 • Meðferð stjórnsýslukæra.
 • Ábyrgð á þjónustu við umhverfis- og heilbrigðisráð og skipulags- og samgönguráð.
 • Ábyrgð á þjónustusamningum við aðrar opinberar stofnanir og b-hluta fyrirtæki borgarinnar.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Embættispróf eða meistaragráða í lögfræði.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og stjórnsýslurétti.
 • Leiðtogahæfileikar.
 • Reynsla af stjórnun æskileg.
 • Frumkvæði og faglegur metnaður.
 • Mjög góðir hæfileikar til samskipta og samvinnu.
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku máli í ræðu og riti.

Umhverfis- og skipulagssvið (USK) gegnir fjölþættu hlutverki, allt frá því að vinna með kjörnum fulltrúum að stefnumótun í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum til þess að samþykkja teikningar og tryggja eftirlit í heilbrigðismálum. Að auki stýrir sviðið framkvæmdum og viðhaldi og sinnir almennum rekstri í borgarlandinu eins og grasslætti og snjómokstri. Á sviðinu er unnið að fjölbreyttum verkefnum svo sem Torg í biðstöðu sem eiga að auðga mannlífið í borginni. Lögbundin verkefni byggingarfulltrúa, skipulagsfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur tilheyra sviðinu. Umhverfis- og skipulagssvið er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001