lock search attention facebook home linkedin twittter

Við leitum að leið­toga

Upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar auglýsir laust starf leiðtoga í lausnaþjónustu hjá deildinni.

Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og lausnamiðaðri hugsun. Viðkomandi þarf að sýna frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi, vera lipur í samskiptum og hafa hæfni til að leiða öflugt teymi til árangurs í þeim mikilvægu breytingum sem framundan eru.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfssvið

 • Stjórnun teymis kerfisstjóra og sérfræðinga sem sinna kerfisrekstri, þróun, viðhaldi og þjónustu við þau kerfi sem eru í rekstri.
 • Stefnumótun, umbótavinna og yfirumsjón með þróun.
 • Tryggja hnökralausan rekstur kerfismiðju.
 • Þróun á nýtingu og notkun skýjalausna.
 • Árangursstjórnun.
 • Forysta og liðsstjórnun.
 • Samskipti við birgja.
 • Öryggismál (Cyber Security).

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking á kerfisrekstri, einkum í fjölbreyttu Microsoft umhverfi.
 • Stjórnunarreynsla á sviði upplýsingatækni.
 • Þekking á aðferðafræði verkefnastjórnunnar þar á meðal agile.
 • Reynsla af tæknilegri áætlunargerð og greiningu ferla.
 • Framúrskarandi hæfni til samskipta, bæði á íslensku og ensku.

Upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar rekur eitt stærsta tölvunet landsins með hartnær 10.000 útstöðvum fyrir um 25.000 notendur. Framundan eru fjölmörg spennandi verkefni sem felast m.a. í innleiðingu skýjalausna og annarra nýjunga á sviði upplýsingatækni til þess að nútímavæða tæknilega innviði og auka skilvirkni og bæta þjónustu.