lock search attention facebook home linkedin twittter

Kerf­is­stjóri

Reykjanesbær óskar eftir kerfisstjóra til starfa.

Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum ásamt því að vera tilbúinn að takast á við krefjandi og skemmtilegt starf.
Viðkomandi er staðgengill forstöðumanns upplýsingatæknimála.

Starfssvið

 • Rekstur og áframhaldandi uppbygging á tölvuumhverfi
 • Dagleg notendaþjónusta og kerfisumsjón
 • Uppsetning og þjónusta á vél- og hugbúnaði
 • Notendaþjónusta við starfsmenn
 • Uppsetning á tölvu- og hugbúnaði, bilanagreining viðhald og lagfæringar
 • Öryggismál
 • Samskipti við birgja og þjónustuaðila
 • Ýmis önnur fjölbreytt verkefni sem upp koma við rekstur deildarinnar

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í tölvunarfræði, kerfisfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun
 • Reynsla af rekstri tölvukerfa
 • Þekking á helstu öryggisógnum upplýsingakerfa
 • Góð þekking og reynsla af active directory og SCCM
 • Vottuð færni í upplýsingatækni, s.s. Microsoftgráður kostur
 • Haldgóð þekking á netkerfum æskileg
 • Sjálfstæði, skipulagshæfileikar og öguð vinnubrögð
 • Þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Reykjanesbær er fimmta fjölmennasta sveitarfélag á Íslandi með um 16.000 íbúa. Sveitarfélagið var stofnað 11. júní 1994 við sameiningu þriggja sveitarfélaga. Fá sveitarfélög á Íslandi hafa vaxið með sama hraða og Reykjanesbær undanfarin ár.

Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsmanna sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarfélagsins sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákvætt andrúmsloft og samstarfsfólk sem tekur áskorunum hvers dags af eldmóði og krafti.

Við ráðningar er ávallt höfð hliðsjón af jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar.