lock search attention facebook home linkedin twittter

Móttaka og síma­þjón­usta

Rekstrarfélag Stjórnarráðsins óskar eftir að ráða lipran og jákvæðan einstakling sem sýnir frumkvæði og hefur metnað til að taka vel á móti fólki og veita góða þjónustu.

Um er að ræða fullt starf alla virka daga klukkan 8.00-16.00 en einnig gæti verið möguleiki á hlutastarfi.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Félags starfsmanna stjórnarráðsins. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Símaþjónusta.
 • Móttaka gesta.
 • Undirbúningur funda og frágangur.
 • Ýmis tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af símaþjónustu og öðrum þjónustustörfum er æskileg.
 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Framúrskarandi þjónustulund og vönduð framkoma.
 • Færni í samskiptum og jákvætt viðmót.
 • Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg.
 • Gott vald á íslensku og ensku.