lock search attention facebook home linkedin twittter

Bókari

Reikningshald og skattskil óskar eftir að ráða bókara. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Fjárhagsbókhaldsfærslur.
 • Afstemmingar.
 • Undirbúningur bókhalds í hendur endurskoðanda.
 • Launavinnsla.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af bókhaldi er skilyrði.
 • Reynsla af launabókhaldi kostur.
 • Almenn góð tölvukunnátta, þekking á DK er kostur.
 • Jákvætt viðmót, samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund.
 • Nákvæmni í starfi.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2019

Reikningshald og skattskil á rætur á að rekja aftur til ársins 2001. Við ráðleggjum og þjónustum einstaklinga, félög og fyrirtæki stór sem smá við bókhald, gerð lögbundinna skilagreina, skattframtöl, áætlanagerð, fjármálastjórn, stofnun félaga og fleira. Lögð er áhersla á trausta og persónulega þjónustu og starfsfólk okkar hefur margra ára reynslu og þekkingu hver á sínu sérsviði.