lock search attention facebook home linkedin twittter

Sölu­maður

Provision leitar að sölumanni í heildverslun. Leitað er að söludrifnum einstakling með brennandi áhuga á heilbrigðismálum.

Um er að ræða fullt starf.

Starfssvið

 • Gerð og eftirfylgni samninga.
 • Söluáætlanagerð.
 • Greining og nýting nýrra tækifæra í sölu og dreyfingu.
 • Innkaup.
 • Dagleg samskipti við verslanir og viðskiptavini.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun á sviði heilbrigðismála kostur.
 • Áhugi/reynsla af sölumálum.
 • Stundvís, áreiðanlegur og þjónustulund, góð samskipti.
 • Starfsreynsla af sambærilegu starfi er mikill kostur.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Talnaglögg/ur.
 • Hæfni til að greina sölu, koma auga á og nýta tækifæri.
 • Framúrskarandi framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum bæði í ræðu og riti.
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Mikill drifkraftur og metnaður til að ná árangri.

Provision er leiðandi fyrirtæki í innflutningi og sölu á augnheilbrigðisvörum. Við leggjum mikið upp úr gæðum og vinnum í nánu samstarfi við augnlækna. Provision leggur sig fram við að vera leiðandi á sínu sviði og er vakandi fyrir nýjum vörum sem koma á markað og rannsóknum á þeim. Gildin okkar eru vellíðan, þekking og framþróun.