lock search attention facebook home linkedin twittter

Gæða­stjóri

Orkufjarskipti óska eftir að ráða gæðastjóra.

Gæðastjóri hefur umsjón með gæða-, umhverfis-, vinnuverndar- og upplýsingaöryggismálum ásamt þjálfunarmálum Orkufjarskipta. Gæðastjóri er formaður gæðaráðs og jafnframt framkvæmdaaðili ráðsins. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri.

Starfssvið

 • Ábyrgð á verkefnum á sviði gæða-, umhverfis-,vinnuverndar- og upplýsingaöryggismála.
 • Ábyrgð og umsjón með stjórnkerfum gæðamála.
 • Fræðsla og ráðgjöf við stjórnendur og aðra starfsmenn.
 • Eftirfylgni verkefna og þátttaka í samstarfsverkefnum.
 • Ábyrgð á rekstrarhandbók og útgáfu skjala.
 • Stýrir uppbyggingu og þróun gæðamála í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk.
 • Skipulagning og umsjón með innri og ytri úttektum.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla og þekking í rekstri stjórnunarkerfa skv. ISO 9001.
 • Reynsla af ISO 14001, 18001, 27001, er æskileg.
 • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfni, góð samskiptafærni og jákvætt viðhorf.
 • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Frumkvæði, metnaður í starfi og vera fylgin(n) sér.

Orkufjarskipti hf. er í eigu Landsvirkjunar og Landsnets, félagið var stofnað 2011 og rekur öflugt fjarskiptakerfi sem mætir kröfum raforkukerfisins um áreiðanlegt og traust fjarskiptanet.
Hlutverk Orkufjarskipta er að reka fjarskiptakerfi fyrir raforkukerfin í landinu á öryggismiðuðum forsendum.