lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­tíð­ar­starf á Reyð­ar­firði

Olíudreifing leitar að meiraprófsbílstjóra til starfa.

Olíudreifing leitar að meiraprófsbílstjóra sem hefur ríka þjónustulund og getur unnið sjálfstætt, til framtíðarstarfa á Reyðarfirði.

Um fjölbreytt starf er að ræða við olíudreifingu beint á vinnuvélar, tanka, skip og vinnu í birgðastöðvum.

Olíudreifing greiðir ADR námskeið og laun á námskeiðstíma fyrir þá bílstjóra sem ekki hafa ADR réttindi. Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um starfið.

Áhugasömum er bent á að sækja um sem fyrst þar sem umsóknir verða skoðaðar jafnóðum og þær berast.

Nánari upplýsingar veitir Helgi Marcher Egonsson í síma 550 9937.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða 27. apríl sé viðkomandi ekki með ADR réttindi.

Fyrirtækið / stofnunin

Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti. Olíudreifing rekur einnig bifreiða-, járnsmíða-, dælu- og rafmagnsverkstæði. Starfsmenn félagsins eru um 130 talsins á starfsstöðvum víðsvegar um landið. Starfað er samkvæmt gæðavottuðum vinnuferlum. Nánari upplýsingar um Olíudreifingu ehf. má nálgast á www.oliudreifing.is

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 3 Mat umsókna í gangi
  • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.