lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­maður í tækni­deild

Nergård leitast eftir því að ráða starfsmann í tæknideild á útgerðarsviði fyrirtækisins.

Starfsmaðurinn mun vera annar tveggja starfsmanna tæknideildar og heyrir undir framkvæmdastjóra útgerðar Nergård.

Starfssvið

 • Daglegan rekstur skipa.
 • Skipulagning og vinna við almennt viðhald skipa félagsins.
 • Innkaup og lagerhald á varahlutum.
 • Aðkoma að nýsmíðaverkefnum félagsins en fyrirtækið vinnur að smíði á nýjum 80 metra frystitogara.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Vélstjóramenntun.
 • Reynsla af starfi vélstjóra á fiskiskipi.
 • Skipulagshæfileikar og hæfni til að starfa sjálfstætt.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
 • Norskukunnátta er kostur.

Nergård er eitt af stærri útgerðarfyrirtækjum í Noregi með höfuðstöðvar í Tromsø. Fyrirtækið gerir út fjóra frystitogara sem veiða árlega yfir 30.000 tonn af bolfisktegundum innan norsku lögsögunnar. Fyrirtækið rekur jafnframt tvær landvinnslustöðvar þar sem fyrirtækið vinnur bæði bolfisk og uppsjávarfisk.