lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­maður á útgerð­ar­sviði

Nergård leitast eftir því að ráða starfsmann á útgerðarsvið félagsins.

Starfsmaðurinn mun heyra beint undir framkvæmdastjóra útgerðar og vera hans hægri hönd í daglegum rekstri skipanna. Starfsmaðurinn mun jafnframt bera ábyrgð innan Nergård varðandi þátttöku félagsins í rekstri á minni fiskiskipum í Noregi.

Starfssvið

 • Daglegur rekstur frystitogara félagsins.
 • Vinna við kostnaðaráætlanagerðir.
 • Vinna við áætlanir um nýtingu á aflaheimildum.
 • Samskipti við birgja og innkaup rekstrarvöru.
 • Ábyrgð á rekstri minni fiskiskipa sem eru að hluta til í eigu Nergård.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Stýrimannsmenntun æskileg eða yfirgripsmikil reynsla af sjómennsku.
 • Reynsla af rekstri eða áætlanagerð í sjávarútvegi.
 • Skipulagshæfileikar og hæfni til að starfa sjálfstætt.
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg.
 • Norskukunnátta er kostur.

Nergård er eitt af stærri útgerðarfyrirtækjum í Noregi með höfuðstöðvar í Tromsø. Fyrirtækið gerir út fjóra frystitogara sem veiða árlega yfir 30.000 tonn af bolfisktegundum innan norsku lögsögunnar. Fyrirtækið rekur jafnframt tvær landvinnslustöðvar þar sem fyrirtækið vinnur bæði bolfisk og uppsjávarfisk.