lock search attention facebook home linkedin twittter

Skrif­stofu­stjóri

Mýrdalshreppur óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf skrifstofustjóra.

Starfið er mjög margþætt og krefst því góðrar færni á ýmsum sviðum. Húsnæðishlunnindi fylgja starfinu.

Starfssvið

 • Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum á skrifstofu.
 • Umsjón með daglegri umsýslu fjármála og bókhalds.
 • Yfirumsjón með bókhaldi, afstemmingum og greiðslu reikninga.
 • Aðstoð við fjárhagsáætlanagerð, frávikagreiningu og kostnaðareftirlit.
 • Ábyrgð á staðgreiðsluskilum og virðisaukauppgjöri.
 • Almenn skrifstofustörf.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Góð reynsla af reikningshaldi sveitarfélaga og áætlanagerð nauðsynleg.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu nauðsynleg.
 • Menntun sem nýtist í starfi æskileg.
 • Stjórnunarreynsla æskileg.
 • Góð tölvukunnátta skilyrði, þekking á Microsoft NAV bókhaldskerfi æskileg.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg.
 • Gott verkskipulag og sjálfstæði í vinnubrögðum nauðsynleg.

Mýrdalshreppur er ört stækkandi sveitarfélag með tæplega 700 íbúa. Í sveitarfélaginu er að finna einstakar náttúruperlur, ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og mörg spennandi verkefni í gangi. Vík er þéttbýliskjarni sveitarfélagsins og þar er stjórnsýslan ásamt grunnskóla, leikskóla, heilsugæslu, sundlaug, íþróttahúsi, verslun, banka og fjölda veitingastaða.