lock search attention facebook home linkedin twittter

Viðskipta­þróun með Microsoft

Microsoft á Ísland óskar eftir að ráða atorkusaman einstakling til að leiða samtal fyrirtækisins við aðila í hugbúnaðarþróun (ISV) og kynna fyrir þeim Microsoft vörur og þjónustu og/eða hjálpa þeim að nýta sér þjónustur og lausnir Microsoft.

Starfið felst einnig í því að aðstoða erlenda samstarfsaðila við að skilja tækifærin á íslenska markaðnum. Árangur af starfinu mælist í notkun samstarfsaðila á skýjalausnum Microsoft sem og því brautryðjendastarfi sem um ræðir.

Starfssvið

 • Starfið er nýtt innan fyrirtækisins og mótast í samræmi við þann sem tekur það að sér. Starfið krefst góðs frumkvæðis og úthalds því verkefnin eru ærin og geta tekið tíma. Fyrir rétta aðilann er þetta tækifæri í alþjóðlegu umhverfi hjá einu áhugaverðasta fyrirtæki Norðurlanda, sjá https://universumglobal.com/nordic2018/

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu er skilyrði.
 • Reynsla af sambærilegu starfi eða verkefnum.
 • Reynsla af óbeinni sölu gegnum samstarfsaðila er kostur.
 • Mikill áhugi á upplýsingatækni, þekking á lausnum Microsoft mikill kostur.
 • Góð færni í íslensku og ensku sem og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Frumkvæði og úthald.