lock search attention facebook home linkedin twittter

Starf lögfræð­ings og persónu­vernd­ar­full­trúa

Lyfjastofnun auglýsir laust starf lögfræðings og persónuverndarfulltrúa.

Leitað er að öflugum einstaklingi sem er reiðubúinn að vinna krefjandi og fjölbreytt starf. Starfið heyrir undir Skrifstofu forstjóra. Starfshlutfall er 60%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Starfssvið

 • Lögfræðileg ráðgjöf til forstjóra, sviðsstjóra og annarra starfsmanna stofnunarinnar.
 • Túlkun og skýring laga og reglugerða eða annarra stjórnsýslufyrirmæla.
 • Umsjón með dómsmálum, kvörtunum og kærum sem snúa að starfssviði stofnunarinnar.
 • Undirbúningur og vinna við tillögur að endurskoðun eða breytingu á lögum eða reglugerðum.
 • Þátttaka í nefndarstörfum og störfum vinnuhópa innan og utan stofnunar, ásamt erlendu samstarfi.
 • Vinna að verkefnum vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafar.
 • Veita ráðgjöf um túlkun á lögum um persónuvernd og úrlausn álitaefna.
 • Fræðsla til starfsmanna.
 • Vinna með og vera tengiliður við Persónuvernd.
 • Framkvæmd úttekta.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
 • A.m.k. 3 ára starfsreynsla sem lögfræðingur sem nýtist í starfi.
 • Þekking á stjórnsýslurétti, persónuverndarlögum, Evrópurétti og löggjöf á sviði lyfja og lækningatækja.
 • Reynsla af gerð umsagna um lögfræðileg málefni.
 • Reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli ásamt færni til tjáningar í ræðu og riti.
 • Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur.
 • Mjög góð samskiptahæfni.
 • Nákvæm, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður í starfi.
 • Jákvæðni og sveigjanleiki.

Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðherra. Helstu hlutverk hennar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit með lyfjafyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Hjá Lyfjastofnun vinna rúmlega 60 starfsmenn.

Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Gildi Lyfjastofnunar eru gæði – traust – þjónusta.

Sjá nánari upplýsingar um Lyfjastofnun á vef stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is