lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur í lyfja­skrán­ingum

Lyfjastofnun auglýsir laust starf sérfræðings í lyfjaskráningum í markaðsleyfadeild.

Markaðsleyfadeild heyrir undir skráningarsvið Lyfjastofnunar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem reiðubúinn er að sinna fjölbreyttu og krefjandi starfi.

Starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst.

Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Starfssvið

 • Mat og afgreiðsla umsókna um ný markaðsleyfi sem og breytingar og viðhald markaðsleyfa lyfja
 • Þýðingar og mat lyfjatexta
 • Samskipti við erlendar lyfjastofnanir og markaðsleyfishafa lyfja

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf af heilbrigðis- eða raunvísindasviði sem nýtist í starfi
 • Reynsla af lyfjaskráningum
 • Þekking á íslenskri og evrópskri lyfjalöggjöf
 • Reynsla af vinnu við lyfjatexta á íslensku, ensku og norðurlandamálum
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku
 • Góð tölvukunnátta
 • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Nákvæm, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
 • Frumkvæði og sveigjanleiki

Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðherra. Helstu hlutverk hennar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit með lyfjafyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Hjá Lyfjastofnun vinna rúmlega 60 starfsmenn.

Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Gildi Lyfjastofnunar eru gæði – traust – þjónusta.

Sjá nánari upplýsingar um Lyfjastofnun á vef stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is