lock search attention facebook home linkedin twittter

Mannauðs­stjóri

Lyfjastofnun óskar eftir að ráða mannauðsstjóra til starfa.

Starf mannauðsstjóra heyrir undir sviðsstjóra fjármála og reksturs. Um tímabundna ráðningu til eins árs er að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.

Hlutverk mannauðstjóra er að móta stefnu í mannauðsmálum stofnuninnar í samráði við framkvæmdaráð og fylgja eftir faglegri framkvæmd hennar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfssvið

 • Fagleg forysta og stefnumótun á sviði mannauðsmála.
 • Ábyrgð á framkvæmd mannauðsstefnu stofnunarinnar í samráði við framkvæmdaráð.
 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur í starfsmannatengdum málum.
 • Umsjón með ráðningarferlum og móttöku nýliða.
 • Umsjón með launamálum og stofnanasamningum.
 • Umsjón með fræðslu- og starfsþróunarmálum sem og jafnlaunavottun.
 • Tölfræðileg greining á starfsmannaupplýsingum.
 • Samvinna við persónuverndarfulltrúa um mál tengd starfsmannamálum.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála er æskileg.
 • Reynsla á sviði mannauðsstjórnunar skilyrði.
 • Þekking og/eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu æskileg.
 • Reynsla af fjárhagslegri greiningu í tengslum við starfsmannatengd mál og gerð KPI er æskileg.
 • Reynsla af hugbúnaðarmálum og hugbúnaðarþróun tengdum starfsmannamálum er æskileg.
 • Góð kunnátta í íslensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra til árangurs.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og miðlun upplýsinga.
 • Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra til árangurs.
 • Vilji til ákvarðanatöku, frumkvæði og kraftur til þess að hrinda hlutum í framkvæmd.

Fyrirtækið / stofnunin

Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðherra. Helstu hlutverk hennar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit  með lyfjafyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda.

Hjá Lyfjastofnun vinna um 60 starfsmenn. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Gildi Lyfjastofnunar eru gæði – traust – þjónusta.

Sjá nánari upplýsingar um Lyfjastofnun á vef stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.