lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri

Stjórn LSR óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir sjóðinn.

Áhersla er lögð á að framkvæmdastjóri hafi leiðtogahæfni, reynslu af rekstri og þekkingu á íslenska lífeyrissjóðakerfinu.

Starfssvið

 • Yfirumsjón með rekstri sjóðsins
 • Stefnumótun í samráði við stjórn
 • Tryggir að unnið sé eftir stefnu og ákvörðunum stjórnar og samþykktum sjóðsins
 • Samskipti við hagaðila
 • Erlend samskipti

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Leiðtogahæfileikar sem byggja m.a. á lipurð í mannlegum samskiptum og góðri samskiptahæfni
 • Haldbær þekking á eignastýringu og lífeyrissjóðakerfinu
 • Víðtæk reynsla af stjórnun, rekstri og stefnumótun
 • Geta til að skipuleggja og stýra verkefnum til lengri og skemmri tíma
 • Hæfni til að vinna að mörgum verkefnum í einu
 • Lausnamiðuð og gagnrýnin hugsun
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) er elsti lífeyrissjóður landsins, en upphaf sjóðsins má rekja aftur til ársins 1919 þegar fyrsti eiginlegi lífeyrissjóðurinn varð til hér á landi. LSR fagnar því 100 ára afmæli á árinu 2019.

LSR er stærsti lífeyrissjóður á Íslandi. Hann starfar í þremur deildum, A-deild, B-deild og séreign.
Eignir til ávöxtunar eru 900 milljarðar kr.
Að jafnaði greiða 32.000 sjóðfélagar iðgjald til sjóðsins.
Á árinu 2018 fengu 24.000 sjóðfélagar greiðslur frá sjóðnum, samtals 58 milljarða kr.