lock search attention facebook home linkedin twittter

Yfir­lög­fræð­ingur

Yfirlögfræðingur gegnir mikilvægu hlutverki í starfsemi fyrirtækisins og sýnir frumkvæði í verkefnum, bæði í innra og ytra umhverfi þess.

Starfssvið

 • Starfið tekur á fjölmörgum sviðum lögfræðinnar og verkefnin eru fjölbreytt. Þau kalla á samvinnu við samstarfsfólk og lögfræðistofur við að leysa áhugaverð verkefni í innlendu og erlendu viðskiptaumhverfi.
 • Yfirlögfræðingur á samskipti við stjórnvöld og aðra ytri hagsmunaaðila, hefur umsjón með að góðum stjórnarháttum sé fylgt í starfsemi fyrirtækisins og tekur þátt í að þróa þau tækifæri sem búa í endurnýjanlegri orku.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Kandídats- eða meistaragráða í lögfræði
 • Lögmannsréttindi
 • Mikil reynsla af lögmanns- og lögfræðistörfum
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Landsvirkjun er rótgróið fyrirtæki í örri þróun. Við vinnum með virkum hætti að uppbyggingu í orkumálum og viðskiptalífi og viljum vera í fararbroddi við að móta ný tækifæri á þessum sviðum. Hjá okkur starfar hópur metnaðarfulls starfsfólks með ólíka menntun og fjölbreytta starfsreynslu.

Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafnlaunaúttekt PwC, sem staðfestir að fyrirtækið greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Landsvirkjun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um stöðuna.