lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­maður í flug­rekstr­ar­deild

Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingi til að slást í samhent teymi Gæslunnar.

Viðkomandi einstaklingur þarf að vera traustur, með ríka þjónustulund og geta tekist á við krefjandi verkefni.

Starfssvæðið er hjá Landhelgisgæslunni á Reykjavíkurflugvelli.

Starfssvið

 • Umsjón með þjálfun áhafna.
 • Umsjón með handbókum.
 • Samskipti við flugmálayfirvöld og aðra flugrekendur.
 • Önnur tilfallandi verkefni á sviði flugrekstrardeildar.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun á flugsviði eða menntun sem nýtist í starfi.
 • Haldbær þekking á reglugerðarumhverfi flugstarfsemi.
 • Mjög góð tölvufærni.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Nákvæmni í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar.

Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þá fer Landhelgisgæslan einnig með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála samanber varnarmálalög, þ.m.t. er rekstur Öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva.