lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­maður í upplýs­inga­tækni­teymi

Lánasjóður íslenskra námsmanna óskar eftir að ráða starfsmann í upplýsingatækniteymi hjá LÍN.

Um er að ræða framtíðarstarf. Verkefnin eru fjölbreytt og getur nýr starfsmaður haft áhrif á þróun starfs síns.

Starfssvið

 • Úrlausn verkbeiðna hjá upplýsingatæknideild.
 • Úrvinnsla á gögnum í SQL ofl.
 • Þátttaka í rekstri þróunar- og prófunarumhverfis.
 • Prófanir á nýjum lausnum og samskipti við ytri forritara.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Verkfræði, tölvunarfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla af SQL fyrirspurnarmáli er skilyrði.
 • Reynsla af verkefnastjórnun og innleiðingu nýrra upplýsingatæknikerfa er kostur.
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Góð samskiptafærni, samstarfsvilji og álagsþol.

Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags.
Hjá LÍN starfa um 30 starfsmenn. Gildi þeirra eru fagmennska, samstarf og framsækni.