lock search attention facebook home linkedin twittter

Ráðgjafi í ráðgjafa­deild

Lánasjóður íslenskra námsmanna óskar eftir að ráða ráðgjafa til starfa í ráðgjafadeild.

Ferli lokið

Í boði er fjölbreytt starf til framtíðar fyrir réttan einstakling.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við viðkomandi stéttarfélag. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfssvið

 • Ráðgjöf og þjónusta við námsmenn og greiðendur námslána.
 • Mat á umsóknum um námslán.
 • Úrvinnsla upplýsinga um skipulag skóla og lánshæfi náms.
 • Mat á umsóknum um undanþágu frá afborgun námslána.
 • Ýmis önnur verkefni tengd veitingu námslána.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði.
 • Reynsla sem nýtist í starfi kostur.
 • Góð tölvukunnáttu skilyrði.
 • Góð íslenskukunnátta nauðsynleg sem og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Kunnátta í ensku skilyrði, kunnátta í einu Norðurlandamáli kostur.
 • Önnur tungumálakunnátta mikill kostur.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Fyrirtækið / stofnunin

Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags.
Hjá LÍN starfa um 30 starfsmenn. Gildi þeirra eru fagmennska, samstarf og framsækni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.