lock search attention facebook home linkedin twittter

Ráðgjafi í ráðgjafa­deild

Lánasjóður íslenskra námsmanna óskar eftir að ráða ráðgjafa til starfa í ráðgjafadeild.

Í boði er fjölbreytt starf til framtíðar fyrir réttan einstakling.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við viðkomandi stéttarfélag. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfssvið

 • Ráðgjöf og þjónusta við námsmenn og greiðendur námslána.
 • Mat á umsóknum um námslán.
 • Úrvinnsla upplýsinga um skipulag skóla og lánshæfi náms.
 • Mat á umsóknum um undanþágu frá afborgun námslána.
 • Ýmis önnur verkefni tengd veitingu námslána.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði.
 • Reynsla sem nýtist í starfi kostur.
 • Góð tölvukunnáttu skilyrði.
 • Góð íslenskukunnátta nauðsynleg sem og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Kunnátta í ensku skilyrði, kunnátta í einu Norðurlandamáli kostur.
 • Önnur tungumálakunnátta mikill kostur.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Fyrirtækið / stofnunin

Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags.
Hjá LÍN starfa um 30 starfsmenn. Gildi þeirra eru fagmennska, samstarf og framsækni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.