lock search attention facebook home linkedin twittter

Vélstjóri – Vélgæslu­maður

Kuldaboli óskar eftir að ráða öflugan starfsmann til að hafa umsjón með vélbúnaði og sjá um viðhald.

Ferli lokið

Einnig þarf viðkomandi að ganga í önnur störf, svo sem akstur vörubifreiðar. Um 100% starf er að ræða og er vinnustöð staðsett í Þorlákshöfn.

Starfssvið

 • Eftirlit með vélbúnaði bæði ísverksmiðju og frystigeymslu.
 • Umsjón með viðhaldi og viðgerðum.
 • Önnur tilfallandi störf.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla og þekking á vélbúnaði, einkum frystipressum.
 • Geta til að skipuleggja og vinna verkefni.
 • Meirapróf.
 • Sjálfstæði í starfi.
 • Góð samskiptahæfni.

Fyrirtækið / stofnunin

Kuldaboli í Þorlákshöfn er fullkomið frystivöruhótel sem þjónar matvælaframleiðendum jafnt sem innflytjendum og útflytjendum. Þar er á einum stað afar tæknivædd geymsla fyrir frystar afurðir, skilvirk dreifingarstöð, sérútbúið skoðunarherbergi til gæðaeftirlits vöru og skoðunarstöð.
Kuldaboli stendur fyrir traust, árangur og sveigjanlega þjónustu sem eru áhersluþættir í okkar samskiptum við viðskiptavini og meðal starfsmanna félagsins.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.