lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­maður í fjár­málaum­sýslu

Skrifstofa Kjósarhrepps óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf við bókhald og almenna umsjón fjármálatengdra verkefna.

Leitað er að jákvæðum og þjónustuliprum starfsmanni með haldgóða þekkingu og reynslu.

Starfssvið

 • Bókhaldsskráning.
 • Uppgjör og frágangur bókhalds.
 • Umsjón með launavinnslu og tengdum verkefnum.
 • Þátttaka í aðlögun bókhaldskerfa.
 • Álagning fasteignagjalda og eftirfylgni innheimtu gjalda. Reikningagerð fyrir Kjósarhrepp og dótturfyrirtæki. Skjalastjórnun.
 • Aðstoða við innfærslu upplýsinga á vefsíðu Kjósarhrepps.
 • Símsvörun og fleiri verkefni í samstarfi við aðra starfsmenn.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Starfsréttindi sem viðurkenndur bókari æskileg.
 • Marktæk starfsreynsla við bókhald og tengd verkefni.
 • Góð tölvukunnátta skilyrði, reynsla af bókhaldskerfinu DK æskileg.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt.
 • Góðir samstarfshæfileikar.

Um er að ræða starf fyrir sveitarsjóð Kjósarhrepps, Kjósarveitur ehf. og Leiðarljós ehf. Spennandi verkefni eru fram undan við að byggja upp öfluga fjármálaumsjón, stuðla að góðri þjónustu og aukinni upplýsingagjöf til íbúa og frístundahúseigenda. Starfsmaðurinn vinnur með sveitarstjóra, starfsfólki veitna, byggingarfulltrúa og oddvita Kjósarhrepps. Skrifstofan er í Ásgarði, stjórnsýsluhúsi hreppsins í fallegu umhverfi. Í Kjósarhreppi búa um 230 manns og þar eru um 600 frístundahús. Megin atvinnulíf í sveitinni er landbúnaður en allmargir íbúar sækja vinnu í næsta nágrenni, þ.á.m. á höfuðborgarsvæðinu.