lock search attention facebook home linkedin twittter

Þjón­ustu­full­trúi

Kennarasamband Íslands óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í 100% starf fyrir sjóði sambandsins.

Við leitum að áhugasömum og úrræðagóðum einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum og þjónustulundaður.

Starfssvið

 • Samstarf við fulltrúa sjóða KÍ, orlofs-, sjúkra- og endurmenntunarsjóði.
 • Samningagerð.
 • Vinna við orlofsblað.
 • Upplýsingagjöf, skráning og afgreiðsla umsókna í sjóði KÍ.
 • Undirbúningur funda, afleysing í móttöku og tilfallandi störf á skrifstofu.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Undirstöðuþekking í bókhaldi er nauðsynleg.
 • Talnagleggni og skipulögð vinnubrögð.
 • Þekking á tölvuvinnslu.
 • Góð íslenskukunnátta og almenn málakunnátta.
 • Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg.

Kennarasamband Íslands tók til starfa í janúar 2000. Að Kennarasambandinu standa átta félög þ.e. Félag grunnskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Félag leikskólakennara, Félag tónlistarskólakennara, Skólastjórafélag Íslands, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, Félag stjórnenda leikskóla og Félag kennara á eftirlaunum.

Í Kennarahúsinu eru skrifstofur Kennarasambandsins og félaga innan þess og einnig skrifstofur orlofssjóðs KÍ, sjúkrasjóðs KÍ auk endurmenntunarsjóða félaganna. Félagsmenn eru nú rúmlega 10.000. Sjá nánar á ki.is.