lock search attention facebook home linkedin twittter

Forstjóri

Starf forstjóra Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, er laust til umsóknar.

Ferli lokið

Leitað er eftir leiðtoga með frumkvæði, metnað og kraft til að vinna að markmiðum stofnunarinnar. Starfið felur í sér tækifæri til að vinna að framtíðarstefnumótun á sviði orkurannsókna. Hjá stofnuninni starfa nú 67 starfsmenn.

Launakjör eru samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra í samræmi við grunnmat starfsins. Ráðið er í starfið til fimm ára í senn. Öllum umsóknum verður svarað þegar stjórn hefur tekið ákvörðun um ráðningu í starfið.

Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar auk upplýsinga um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi forstjóra ÍSOR. Þriggja manna valnefnd skipuð af stjórn metur hæfni og hæfi umsækjenda og skilar greinargerð til stjórnar.

Starfssvið

 • Stefnumótun og innleiðing stefnu í samvinnu við stjórn.
 • Daglegur rekstur og stjórnun stofnunarinnar og mannauðs.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni áætlana.
 • Ábyrgð á verkefnaöflun og að leiða markaðsstarf stofnunarinnar.
 • Samskipti við viðskiptavini, stjórnvöld og hagaðila.
 • Alþjóðlegt samstarf.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfinu.
 • Víðtæk og farsæl reynsla af stjórnun og rekstri.
 • Þekking eða reynsla á fagsviði stofnunarinnar.
 • Reynsla af vinnu við stefnumótun og breytingastjórnun.
 • Leiðtogahæfileikar og hæfni til að leiða fólk til samvinnu og árangurs.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Gott vald á íslensku og góð kunnátta í ensku.

Fyrirtækið / stofnunin

Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, er sérstök ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Hlutverk ÍSOR er að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. ÍSOR starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og aflar sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfsviði ÍSOR. Hluti af jarðhitastarfsemi ÍSOR er erlendis.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.