lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri

Leitað er eftir drífandi og jákvæðum stjórnanda, með góða fagþekkingu, sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni á víðu sviði tengt orkuiðnaði.

Ferli lokið

Framkvæmdastjóri Orkuklasans leiðir sókn fjölbreyttra aðila á sviði endurnýjanlegrar orku sem er helsta svar samtímans við áskorunum vegna loftslagsbreytinga.

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn Orkuklasans.

Starfssvið

 • Umsjón með daglegum rekstri klasans og samskipti við stjórn.
 • Kemur fram fyrir hönd klasans og kynnir starfsemi hans út á við.
 • Samskipti og tengsl við hagaðila.
 • Ábyrgð á framkvæmd og framvindu verkefna klasans.
 • Lóðsar, skipuleggur og styður samstarfshópa innan klasans.
 • Leitar tækifæra til að efla klasann.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Þekking og/eða reynsla af orkugeiranum.
 • Góð tungumálakunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagshæfni.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla af markaðsmálum og kynningarmálum er kostur.
 • Menntun sem nýtist í starfi.

Fyrirtækið / stofnunin

Íslenski orkuklasinn er þverskurður af virðiskeðju íslenska orkugeirans með um fjörutíu aðildarfélaga. Klasinn vinnur markvisst að því að auka samkeppnishæfni aðildarfélaga, stuðla að nýsköpun og vinna að verkefnum sem bæta nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.