lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri Íslands­stofu

Stjórn Íslandsstofu óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra Íslandsstofu.

Áhersla er lögð á að framkvæmdastjóri hafi umtalsverða styrkleika sem leiðtogi og sem talsmaður Íslandsstofu. Viðkomandi þarf að hafa góða og yfirgripsmikla þekkingu á íslensku atvinnulífi, menningu og sögu lands og þjóðar.

Allar umsóknir eru trúnaðarmál.

Starfssvið

 • Framkvæmdastjórn og yfirumsjón með verkefnum Íslandsstofu.
 • Ábyrgð á fjárreiðum og yfirstjórn einstakra sviða.
 • Talsmaður Íslandsstofu út á við, innanlands sem og erlendis.
 • Samskipti við hagaðila.
 • Frumkvæði að stefnumótun, þróun og áætlanagerð.
 • Undirbúningur stjórnarfunda og eftirfylgni stjórnarákvarðana.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leiðtogahæfileikar og góð samskiptahæfni.
 • Víðtæk reynsla af stjórnun, stefnumótun og breytingastjórnun.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af erlendu markaðs- og kynningarstarfi er mikill kostur.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku máli í ræðu og riti, önnur málakunnátta æskileg.

Íslandsstofa, sjálfseignarstofnun er samstarfsvettvangur fyrirtækja, hagsmunasamtaka, stofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til að efla ímynd og orðspor Íslands.

Hlutverk Íslandsstofu er að veita alhliða þjónustu og ráðgjöf til að greiða fyrir útflutningi vöru og þjónustu, laða til landsins erlenda ferðamenn og fjárfestingu með samræmdu kynningar- og markaðsstarfi og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um fjárfestingarmál.

Íslandsstofa styður við kynningu á íslenskri menningu, vörum og þjónustu erlendis og vinnur tillögur að langtímastefnumótun atvinnulífs, hagsmunasamtaka og stjórnvalda og hrindir þeirri stefnumótun í framkvæmd.