lock search attention facebook home linkedin twittter

Leið­togi innri þjón­ustu Stjórn­ar­ráðsins

Þann 1. júlí tekur til starfa ný þjónustueining Stjórnarráðsins.

Hlutverk hennar er að þróa sameiginlegan rekstur ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands meðal annars með því að auka notkun upplýsingatækni með það að markmiði að stuðla að nútímalegri og hagkvæmri starfsemi.

Framundan er uppbygging innri þjónustu Stjórnarráðsins sem felur í sér tækifæri fyrir öflugan stjórnanda í opinberri þjónustu. Leitað er að jákvæðum og öflugum framkvæmdastjóra með góða þjónustulund sem hefur reynslu af sambærilegri starfsemi, stjórnanda sem hefur hvetjandi nærveru, er drífandi í verkum og með gott auga fyrir úrbótatækifærum.

Um nýja einingu er að ræða sem tekur til starfa eftir endurskoðun á sameiginlegri stoðþjónustu ráðuneytanna og tekur við verkefnum sem Rekstrarfélag Stjórnarráðsins hefur sinnt. Verkefnin eru fjölbreytt og varða innviði allra ráðuneyta, svo sem upplýsingatækni og upplýsingatækniöryggi, notendaþjónustu, fræðslu, ferðabókanir, fasteignaumsjón, öryggismál og akstursþjónustu.

Starfssvið

 • Móta og innleiða innri þjónustu í nánu samstarfi við öll ráðuneyti Stjórnarráðsins.
 • Þróa og auka hagnýtingu upplýsingatækni í daglegri starfsemi Stjórnarráðsins.
 • Stýra mannauði þjónustueiningarinnar.
 • Ábyrgð á miðlægum rekstri og áætlanagerð.
 • Móta þjónustustefnu og innleiða þjónustusamninga.
 • Tryggja góð samskipti við ráðuneyti og birgja.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, til dæmis í upplýsingatækni, viðskiptafræði eða stjórnun eða verkfræði.
 • Góð þekking á upplýsingatækni er kostur.
 • Reynsla af stjórnun, rekstri og áætlanagerð er nauðsynleg.
 • Reynsla af stefnumótun, hönnun þjónustu og breytingastjórnun er kostur.
 • Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs.
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og uppbyggilegt viðmót.
 • Geta til að miðla upplýsingum á vönduðu, einföldu og skýru máli.