lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri

Icelandic lamb ehf. óskar eftir að ráða til starfa fjölhæfan og metnaðarfullan framkvæmdastjóra með brennandi áhuga á íslenskum sauðfjárafurðum.

Leitað er að aðila með framúrskarandi samskiptahæfni og löngun til að upplýsa og auka áhuga erlendra ferðamanna og söluaðila á erlendum mörkuðum á afurðunum.

Um fjölbreytt starf er að ræða þar sem viðkomandi efst færi á að taka þátt í að þróa tækifæri og framtíð fyrir íslenskan landbúnað.
Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn Icelandic lamb ehf.

Starfssvið

 • Stefnumótun í samvinnu við stjórn og innleiðing stefnu.
 • Stjórnun starfsmanna, ábyrgð á daglegum rekstri og fjármálum.
 • Markaðssetning á sauðfjárafurðum á erlendum mörkuðum.
 • Samskipti við hagaðila.
 • Þátttaka í mótun framtíðarstefnu til ársins 2027 í samvinnu við Landsamtök sauðfjárbænda.
 • Undirbúningur stjórnarfunda, skýrslugerð til stjórnar og eigenda.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi.
 • Leiðtogahæfileikar og reynsla af stjórnun.
 • Reynsla af markaðsmálum og almannatengslum.
 • Reynsla af rekstri og fjámálalæsi.
 • Áhugi á matarferðamennsku og landbúnaði.
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum mjög mikilvæg.

Markmið Icelandic lamb er að auka virði sauðfjárafurða. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á framkvæmd stefnu og kemur fram fyrir hönd Icelandic lamb ehf. Hann skipuleggur starfsemi fyrirtækisins og tryggir að það starfi í samræmi við tilgang þess.