lock search attention facebook home linkedin twittter

Hótel­stjóri

Hótel Kría óskar eftir að ráða hótelstjóra til starfa.

Ferli lokið

Leitað er að árangursdrifnum og metnaðarfullum einstaklingi til að móta og leiða rekstur hótelsins.

Góð laun eru í boði fyrir réttan aðila, húsnæði er hluti af kjörum starfsmanns.

Starfssvið

 • Umsjón með daglegri stjórnun og rekstri hótelsins og veitingastaðarins.
 • Stjórnun starfsmanna, ráðningar og þjálfun.
 • Tilboðs- og samningagerð.
 • Umsjón með fjárreiðum og reikningshaldi.
 • Viðskiptatengsl og öflun nýrra viðskiptavina.
 • Vöru- og þjónustuþróun.
 • Önnur tilfallandi verkefni á hótelinu t.d. varðandi gestamóttöku, bókanir og aðra þjónustu við gesti.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Haldgóð menntun sem nýtist í starfinu, menntun á sviði hótelstjórnunar mikill kostur.
 • Reynsla á sviði reksturs og stjórnunar skilyrði, starfsreynsla af hótelstjórnun mikill kostur.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði.
 • Haldgóð tölvukunnátta skilyrði.
 • Leiðtogahæfileikar, skipulagni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Framúrskarandi samskiptahæfileika sem og nákvæmni og tölugleggni.

Hótel Kría var opnað vorið 2018. Hótelið býður upp á glæsileg 72 herbergi og 1 svítu á fallegum stað á Suðurlandi. Öll herbergi hafa verið innréttuð á nútímalegan máta sem og eru vel búin tæknilega séð. Á hótelinu er veitingastaðurinn Drangar sem hefur fengið mikið lof og var valinn einn af betri veitingastöðum landsins.